FRÍ SENDING Á DROPP STAÐI YFIR 8.000 KR

Leikskólataskan

Birt þann 15 September 2018

Nú þegar haustið er komið og sumarfríinu er lokið er rútínan aftur komin í gang og leikskólabörnin snúa aftur til leiks og starfs. Þá þarf að huga að leikskólatöskunni, að hún innihaldi allan þann útifatnað sem barnið gæti þurft í hinum ýmsu veðrum og vindum. Íslensk veðrátta er óútreiknanleg og því þarf að gera ráð fyrir hlýju, köldu og blautu veðri. Það er gott að fara vel yfir allan útifatnað, líklegast er margt af því sem notað var veturinn áður orðið of lítið. Hér gefur að líta á lista af fatnaði sem við teljum gott að eiga í leikskólatöskuna fyrir haustið og veturinn. Listinn er að sjálfsögðu til viðmiðunar og hver og einn finnur síðan út hvað hentar sínu barni best.

Þessi listi er góður til viðmiðunar þannig hægt sé að fara yfir það sem er til og það sem þarf að kaupa. Við mælum með að kaupa vandaðan, hlýjan og góðan fatnað. Barninu líður að sjálfsögðu betur í hlýjum og þægilegum fatnaði, auk þess sem vandaður fatnaður endist lengur. Það getur mikið gengið á í útiverunni og mikilvægt að fatnaðurinn þoli hnjask og mikla notkun. Þá skiptir einnig miklu máli að útifatnaður sem á að þola bleytu sé með a.m.k. 8.000 mm vatnsheldni.

Kuldagalli

Thermo sett

0 athugasemdir

Skildu eftir athugasemd

Allar athugasemdir eru skoðaðar áður en þær eru birtar.

Nýlegar færslur

  • Leikskólataskan

    Sep 15 2018

    Nú þegar haustið er komið og sumarfríinu er lokið er rútínan aftur komin í gang og leikskólabörnin snúa aftur til leiks og starfs. Þá þar...

Líkaðu við okkur á Facebook

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum