Skilmálar
Upplýsingar
Vefverslunin Minimo er rekin af Fatura ehf., kt. 431114-0620, VSK nr. 118536. Lagerinn er staðsettur í Ármúla 34 (bakhús á hægri hlið), 108 Reykjavík. Hægt er að hafa á netfangið minimo@minimo.is
Greiðsla
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumöguleika: greiðslukort, Netgíró eða millifærslu.
Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu kortafyrirtækisins. Minimo fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda.
Netgíró býður upp á kortalaus viðskipti á netinu. Þú færð reikning á heimabankann sem þarf að greiða innan 14 daga, vaxtalaust. Þú borgar aðeins tilkynningar- og greiðslugjald. Hægt er að dreifa greiðslum vegna stærri kaupa.
Sé greiðsla gerð með millifærslu skal leggja inn á reikning Fatura ehf innan 24 klst frá kaupum. Hafi greiðsla ekki borist innan þess tíma er pöntunin ógild. Reikningsnúmer er 0133-26-004311 og kt er 431114-0620. Sendið kvittun úr heimabanka á minimo@minimo.is með pöntunarnúmeri í tilvísun.
Sendingarmáti
Hægt er að sækja pantanir á lagerinn okkar í Ármúla 34, bakhús hægri hlið. Viðskiptavinur fær tölvupóst þegar pöntunin er tilbúin til afhendingar. Opnunartími á lagernum er takmarkaður en hægt er að sjá hann hér: www.minimo.is/pages/opnunartimi
Einnig er hægt að fá pantanir sendar með Dropp og Póstinum. Athugið að kaupandi ber ábyrgð á að upplýsingar séu réttar og að viðtakandi sé merktur á uppgefnu heimilisfangi. Sjá eftirfarandi verðskrá sendinga:
Afhending á Dropp afhendingarstaði: 690 kr
Afhending í póstbox eða pósthús: 990 kr
Heimsending með Dropp: 1.290 kr
Heimsending Póstinum: 1.490 kr
Frí sending á afhendingarstaði Dropp ef verslað er fyrir 8.000 kr eða meira.
Frí heimsending ef verslað er fyrir 15.000 kr eða meira.
Afhendingartími fer eftir sendingarmáta sem er valinn, en er alla jafna 0-3 dagar.
Verð
24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði.
Aðeins er hægt að nota eina tegund af afslætti í einu, það er því ekki hægt að nota afsláttarkóða ofan á afsláttarverð, nema annað sé tekið fram.
Vöruskil
Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Ef viðskiptavinur hefur ekki kost á að skila vörunni á lagerinn til okkar, þá ber hann kostnað af því að senda vöruna til baka, og ber jafnframt ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Minimo.
Boðið er upp á endurgreiðslu, inneignarnótu eða vöruskipti. Endurgreiðsla er eingöngu í boði innan 14 daga frá kaupum og er kvittun skilyrði fyrir endurgreiðslu. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna. Sendingargjald fæst ekki endurgreitt nema ef um galla er að ræða.
Vörur sem eru með skiptimiða er hægt að skila innan skilafrests sem gefinn er upp á skiptimiða og er þá boðið upp á vöruskipti eða inneignarnótu.
Jólagjöfum 2024 er hægt að skila til 31. janúar 2025.
Upphæð endurgreiðslu eða inneignar er ávallt sú sama og greitt var fyrir vöruna.
Vörum á lagersölu fæst hvorki skilað né skipt.
Fyrirvari
Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Minimo áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.
Persónuupplýsingar
Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Minimo mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.