FRÍ SENDING Á DROPP STAÐI YFIR 8.000 KR

Mikk-line

Softshell heilgalli - Blue Nights

7.794 kr 12.990 kr

Softshell heilgalli sem er bæði vindheldur og vatnsheldur með góða öndun, og því frábær í útiveruna að vori, sumri og hausti. Gallinn er úr lipru og þægilegu efni þannig að auðvelt er fyrir barnið að hreyfa sig. Efnið er meðhöndlað með umhverfisvænni Bionic Finish Eco vatnsfráhrindandi húð án flúors. Efnið hrindir vel frá sér óhreinindum og auðvelt er að strjúka af honum. Gallinn er með styrkingu á hnjám og setusvæði og hefur verið prófaður fyrir 50.000 núningum. Hlíf er yfir rennilásnum efst sem kemur í veg fyrir að hann rekist í höku barnsins. Endingargóður YKK rennilás. Endurskin. Mjúkt flísefni innan í gallanum.

Tæknilegir eiginleikar:
8.000 mm vatnsheldni
5.000 g öndun
Oeko-Tex vottað efni 

96% Endurunnið pólýester, 4% Elastane
Fóður: 100% Polyester

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum