VERIÐ VELKOMIN Í VERSLUNINA FAXAFENI 10

Mushie

Sílikon ungbarnaskeiðar - Natural/Shifting Sand

2.490 kr

Tvær skeiðar sem eru hannaðar til að hjálpa börnum að borða sjálf með tilliti til hvers þroskastigs. Skeiðarnar eru ekki kúptar og því skiptir ekki máli hvoru megin maturinn lendir.

Stig 1: Þessi skeið er heil með óreglulegri áferð svo að þynnri fæða eins og mauk og jógúrt haldist á henni. 

Stig 2: Þessi skeið er með opnum rifum sem hentar vel þegar barnið er farið að borða mat með meiri áferð, eins og hafragraut og kartöflumús, þar sem maturinn helst betur á skeiðinni.

Skeiðarnar eru úr mjúku sílikoni sem verndar viðkvæmar tennur og tannhold barnsins. Þær eru með stuttu handfangi sem henta vel fyrir litlar hendur svo auðvelt er að grípa um skeiðina. Barnið lærir samhæfingu og eflir sjálfstæðið þegar það fær að æfa sig að mata sig sjálft.

Efni: 100% matvælavottað sílikon

Má fara í uppþvottavél

Stærð: 9,8 x 2,5 x 0,5 cm

Aldur: 6 mánaða+

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum