




Mushie
Sílikon skvísur - Tradewinds (2 í pakka)
3.990 kr
Fjölnota skvísupokar með stút, 2 saman í pakka. Skvísurnar eru úr matvælavottuðu sílikoni sem eru hannaðar til að gera matartímann einfaldan og þægilegan fyrir bæði barnið og foreldrana ásamt því að lágmarka óhreinindi.
Þessar endingargóðu og endurnýtanlegu skvísur eru fullkomnar fyrir mauk, skyr, jógúrt eða boost og eru því frábær og fljótleg lausn fyrir millimál hvort sem það er heima eða á ferðinni.
Sveigjanlegt sílikonið er mjúkt fyrir litlar hendur og munna og tryggir þægilega og ánægjulega snarlstund.
Skvísurnar eru auðveldar í þrifum en þær þola bæði uppþvottavél í efstu hillunni og sótthreinsun. Hægt að sótthreinsa með því að taka tappann af, setja skvísuna og tappann í sjóðandi vatn í allt að 5 mínútur við hámark 120° C.