FRÍ SENDING Á KAUPUM YFIR 8.000 KR

Gullkorn Design

Kuldagalli - Marine

16.793 kr 23.990 kr

92

Snjógalli með mörgum tæknilegum og hagnýtum eiginleikum. Hann er úr vönduðu efni og er hugsað fyrir öllum smáatriðum. Gallinn er mjúkur og lipur, og er hann hannaður með hreyfingu, leik og þægindi barnsins í huga. Hann er með 20.000 g öndun og 20.000 mm vatnsheldni sem er eitt það mesta á markaðnum í dag. Hann er með hlýrri Repreve© einangrun sem er endurunnin úr plastflöskum. Einangrunin svipar til dúns en heldur sér betur eftir þvott. Gallinn er flísfóðraður á setusvæði. Með alla þessu frábæra eiginleika helst barnið bæði þurrt og hlýtt þó það leiki í langan tíma úti í bleytu og kulda. 

360° endurskin þannig að barnið er sjáanlegt frá öllum hliðum í vetrarmyrkrinu. Tveir vasar eru að framan. Gallinn er með rykkingu aftan á mittinu og hægt að þrengja eftir þörfum. Gallinn er með lycra stroffi sem heldur hitanum inni og kemur í veg fyrir að vindur eða snjór komi inn í ermina. Hágæða rennilás er á gallanum. Hettan er með gerviloðfeldi og skyggni. Hægt er að taka feldinn af, og einnig hægt að taka alla hettuna af.

Neðst á skálmunum er rennilás sem auðveldar að koma gallanum yfir breiða kuldaskó. Hægt er að læsa rennilásnum í þeirri stillingu sem hentar með því að snúa honum. Þetta tryggir að skálmarnar haldast á réttum stað svo að rennilásinn renni ekki sjálfkrafa upp eða niður. Stillanlegar gúmmíteygjur eru neðan á gallanum sem fara undir skósólann.

Á gallanum eru ólar að innan sem eru festar með smellum. Barnið getur því farið úr gallanum að ofan og haft ólarnar á öxlunum. Þessi eiginileiki er hentugur þegar hlýnar í veðri og barnið getur verið í gallanum að hluta.

Útifötin frá Gullkorn eru afar endingargóð og eru gerð til að ganga barna á milli. Aukastykki af efni (10x10 cm) fylgir með gallanum svo hægt sé að gera við hann ef svo óheppilega vildi til að hann rifni.

Við mælum með að taka galla sem passar við hæð barnsins eða næstu stærð fyrir ofan hæð barnsins. Of stór útiföt geta verið óþægileg fyrir barnið, þau verða fyrir meiri slitum og geta dregið úr líftíma fatnaðarins.

Tæknilegir eiginleikar:

100% pólýester
20.000 mm vatnsheldni
20.000 g öndun 
Límdir saumar
Repreve© einangrun
ECO Bionic Finish
35.000 í Martindale núningsprófun

Gullkorn notar PFC-fría vatnshelda húðun og því er mælt með því að endurnýja vatnsheldnina með vatnsvarnarefni á nokkra þvotta fresti til að lengja endingartímann.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum