LOKAÐ Í VERSLUN LAUGARDAGINN 8. NÓVEMBER

Filibabba

Borðspil - Hver finnur fyrst?

3.112 kr 3.990 kr

Skemmtilegt borðspil sem sameinar hraða hugsun og skörp augu þar sem leikmenn keppast við að finna samsvarandi myndir á spilaborðinu. Inniheldur 100 fallega myndskreytt spjöld með dýrum og hlutum. Spilið mun skapa notalegar samverustundir og góðar minningar. 

Spilaborðið er 40x40 cm að stærð og samanstendur af 4 stórum púslbitum, sem gerir það auðvelt að setja það saman og geyma í kassanum. Hvert myndaspjald er 4,5 cm að stærð.

Spilareglur:

  1. Leggið öll spjöldin á hvolf.
  2. Skiptist á að snúa spjöldunum við.
  3. Sá spilari sem finnur fyrstur samsvarandi mynd á spilaborðinu vinnur spjaldið.
  4. Sá spilari sem er með flest spjöld í lokin vinnur!

Til að stytta leikinn geta spilarar komið sér saman um að spila um ákveðinn fjölda spjalda.

3 ára+

CE vottað

Skráðu þig á póstlistann okkar

Skráðu þig á póstlistann til að fá að vita af nýjungum, tilboðum og afsláttum